Martin Ödegaard verður enn lengur frá en búist var við en frá þessu greinir HITC Sport á Englandi.
Greint var frá því að Ödegaard yrði frá í um þrjár vikur eða mánuð en samkvæmt HITC verður biðtíminn lengri.
HITC segir að Arsenal sé ekki að búast við fyrirliða sínum fyrr en um jólin sem yrði gríðarlegt áfall.
Ödegaard er einn allra mikilvægasti leikmaður Arsenal en hann meiddist í leik með norska landsliðinu á dögunum.
Möguleiki er á að Ödegaard taki einhvern þátt snemma í desember en litlar sem engar líkur eru á að hann snúi aftur í nóvember.