Nýtt húðflúr goðsagnarinnar David Beckham er heldur betur að vekja athygli en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna.
Beckham er með fjölmörg húðflúr á líkama sínum en fékk sér nýtt listaverk á dögunum sem var hannað af manni sem ber nafnið Letter Boy.
,,Nýtt húðflúr fyrir David Beckham. Takk fyrir traustið, DB,“ skrifaði Letter Boy á Instagram síðu sína.
Húðflúrið hefur eins og áður sagt vakið athygli en Beckham er víst mjög trúaður sem hefur komið mörgum á óvart.
Það ætti í raun ekki að koma fólki á óvart en Beckham er til að mynda með vængi á bakinu og nafn barna sinna á líkamanum.
Þessi fyrrum enski landsliðsmaður er nú með yfir 70 húðflúr en hann er í dag eigandi Inter Miami í bandarísku MLS deildinni.
Mynd af þessu má sjá hér ef ýtt er á færsluna.
View this post on Instagram