Viktor Freyr Sigurðsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélagið Fram.
Viktor er markmaður sem er fæddur árið 2000 og er uppalinn í Leikni Reykjavík.
Þrátt fyrir ungan aldur er Viktor með mikla leikreynslu og hefur spilað 115 leiki í meistaraflokki og meðal annars heilt tímabil með Leikni í Bestu deildinni
„Við bindum miklar vonir við framgang Viktors í Fram undir handleiðslu okkar öfluga þjálfarateymis, og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í dal draumana!,“ segir á vef Fram.