Alisson Becker markvörður Liverpool er afar tæpur vegna meiðsla í vöðva og er ólíklegt að hann spili gegn Bournemouth í deildinni á morgun.
Caoimhin Kelleher mun þá taka stöðuna í markinu en Alisson meiddist fyrir leikinn gegn AC Milan í vikunni.
„Alisson er tæpur, við vitum ekki hvort hann geti æft í dag,“ sagði Arne Slot stjóri Liverpool.
„Ef hann æfir ekki í dag þá er ekki líklegt að hann spili á morgun.“
„Hann er í vandræðum með vöðva og kannski kemur leikurinn of snemma fyrir þá.“
„Þetta gerðist ekki í leiknum gegn Milan heldur gerðist aðeins fyrr. Hann fann meira fyrir þessu eftir leikinn.“