Mohamed Salah kantmaður Liverpool elskar það að spila á Old Trafford heimavelli Manchester United og það sannar tölfræðin.
Frá því í upphafi árs árið 2021 hefur Marcus Rashford skorað 31 mörk og er markahæsti maðurinn á vellinum.
Bruno Fernandes kemur þar á eftir en aðeins neðar má finna sóknarmann Liverpool sem hefur spilað nokkra leiki á vellinum.
Salah skoraði eitt mark í 0-3 sigri Liverpool á Manchester United í gær.
Salah hefur skorað tíu mörk á Old Trafford á rúmum þremur árum sem er mögnuð tölfræði.