Afturelding 3 – 1 Fjölnir
1-1 Aron Jóhannsson
1-1 Daníel Ingvar Ingvarsson
2-1 Elmar Kári Enesson Cogic
3-1 Sigurpáll Melberg Pálsson
Afturelding er í kjörstöðu um að komast í úrslitaleik umspilsins í Lengjudeildinni eftir leik gegn Fjölni í kvöld.
Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur en Mosfellingar fögnuðu 3-1 heimasigri sem hefði getað orðið stærri.
Afturelding skoraði þriðja mark sitt á 90. mínútu en fimm mínútum síðar fékk liðið vítaspyrnu.
Elmar Kári Enesson Cogic klikkaði hins vegar á punktinum en Halldór Snær Georgsson varði vel í marki Fjölnis.