fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
433Sport

HubbaBubba tekið af dagskrá í Víkinni á laugardaginn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. september 2024 08:30

Eyþór t.v

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslands og bikarmeistarar Víkings boða til hátíðarhalda í Víkinni á laugardag fyrir leik liðsins gegn KA í úrslitum bikarsins.

Auglýsing fyrir viðburðinn var birt í gær en skömmu síðar var fyrstu auglýsingunni eytt út og eitt atriði tekið af dagskrá.

Um er að ræða hljómsveitina HubbaBubba sem slegið hefur í gegn í sumar en einn af meðlimum hennar er Eyþór Aron Wöhler sóknarmaður KR.

Hér má sjá þegar HubbaBubba var auglýst

KR berst við falldrauginn í Bestu deild karla og mátti sjá einhverja umræðu á samfélagsmiðlum þar sem KR-ingum þótti furðulegt að leikmaður liðsins væri að koma fram í gleði hjá Víkingi sem leikur í sömu deild og KR.

„hvað segiru hverjir taka lagið,“ skrifaði Björn Þorláksson harður stuðningsmaður KR meðal annars í færslu á X-inu.

433.is ræddi við starfsmann Víkings sem sagði skipulagsleysi ástæðu þess að HubbaBubba hefði verið tekið af dagskrá.

Eitthvað virtist hafa breyst á þeim stutta tíma sem auglýsingin var í birtingu því nú mun HubbaBubba ekki koma fram í Víkinni en KR á leik gegn Vestra í neðri hluta Bestu-deildarinnar á sunnudag.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net sagði í vikunni þá sögu heyrast í Vesturbæ að það væri farið að pirra einhverja hversu áberandi Eyþór og hljómsveitin er.

KR keypti Eyþór frá Breiðablik í vor en hann eins og fleiri leikmenn hafa ekki fundið taktinn. Ein af ástæðum þess að menn eru pirraðir á Eyþóri er þátttaka hans í hljómsveitinni HubbaBubba.

HubbaBubba hefur verið mjög áberandi í sumar, bæði á samfélagsmiðlum og á tónleikum víða um land. „Leigubílasaga úr Vesturbænum að menn séu mjög pirraðir á Eyþóri Wöhler, ónotaður varamaður í gær og hefur ekki komið með neitt á borðinu. Á meðan er hann út um allt á samfélagsmiðlum,“ sagði Elvar Geir í hlaðvarpi Fótbolta.net í vikunni og átti þar við hljómsveitina sem vakið hefur mikla athygli í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Borgar með sér til að spila fótbolta í atvinnumennsku

Borgar með sér til að spila fótbolta í atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gómaður við að reyna við konu á föstu – Kærastinn var reiður og tók málin í sínar hendur

Leikmaður Arsenal gómaður við að reyna við konu á föstu – Kærastinn var reiður og tók málin í sínar hendur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Roy Keane drullar yfir Arsenal – Segir þá haga sér eins og lítið lið og nefnir fleiri dæmi

Roy Keane drullar yfir Arsenal – Segir þá haga sér eins og lítið lið og nefnir fleiri dæmi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hörmungar Ten Hag í Evrópu – Svona er tölfræðin í síðustu níu leikjum

Hörmungar Ten Hag í Evrópu – Svona er tölfræðin í síðustu níu leikjum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United að setjast við samningaborðið með tveimur lykilmönnum

United að setjast við samningaborðið með tveimur lykilmönnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tottenham ætlar að virkja ákvæði í samningi Son svo að hann fari ekki frítt

Tottenham ætlar að virkja ákvæði í samningi Son svo að hann fari ekki frítt
433Sport
Í gær

Arsenal flaug áfram og Sterling skoraði sitt fyrsta mark – Liverpool slátraði West Ham

Arsenal flaug áfram og Sterling skoraði sitt fyrsta mark – Liverpool slátraði West Ham
433Sport
Í gær

Svipta hulunni af manninum sem Katie Price stundaði kynlíf með – „Ef hann færi ekki að hætta fljótlega þá yrði ég varanlega föst í rúminu“

Svipta hulunni af manninum sem Katie Price stundaði kynlíf með – „Ef hann færi ekki að hætta fljótlega þá yrði ég varanlega föst í rúminu“