Það stefnir í að ansi margir frábærir knattspyrnumenn verði atvinnulausir næsta sumar miðað við stöðuna í dag.
Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru sem dæmi allir að verða samningslausir hjá Liverpool.
Það er einnig Kevin de Bruyne hjá Manchester City og Harry Maguire hjá Manchester United.
Son Heung-min hjá Tottenham verður það einnig en einhverjir leikmenn gætu verið með ákvæði um að framlengja samninginn.
Þá er Cristiano Ronaldo að verða samningslaus í Sádí Arabíu og Lionel Messi verður samningslaus í Bandaríkjunum á næsta ári.
Fleiri góðir eru þar með þeim eins og sjá má hér að ofan og neðan.