Það voru þrjár stórstjörnur mættar á leik Birmingham og Wrexham í þriðju efstu deild Englands um helgina.
Um er að ræða þá Tom Brady, David Beckham og Rob McElhenney sem eru nöfn sem margir kannast við.
Brady er einn besti NFL leikmaður sögunnar, Beckham er goðsögn í knattspyrnu og McElhenney er leikari og er annar eigenda Wrexham.
Wrexham heimsótti Birmingham og tapaði 3-1 en tveir Íslendingar spiluðu með því síðarnefnda í leiknum.
Willum Þór Willumsson spilaði allan leikinn á miðju Birmingham en Alfons Sampsted kom inná sem varamaður.
Birmingham hefur byrjað afskaplega vel á tímabilinu og er með 13 stig í öðru sæti eða jafn mörg stig og Wrexham sem er í toppsætinu.