Gabríel Hrannar Eyjólfsson hefur samið við knattspyrnudeild KR og mun leika þar á næsta tímabili ásamt því að þjálfa hjá félaginu.
Gabríel Hrannar er uppalinn í KR en hann kom til Gróttu árið 2017 og hefur síðustu ár verið lykilleikmaður hjá félaginu.
Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk Gróttu hefur Gabríel einnig verið þjálfari hjá yngri flokkunum við góðan orðstír. Síðasta árið var hann yfirþjálfari yngri flokka ásamt Paul ásamt því að þjálfa 4. og 6. flokk karla.
Gabríel er einn af mörgum uppöldum KR-ingum sem Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið að sækja til félagsins síðsutu mánuði.