Antonhy Martial fyrrum framherji Manchester United hefur gengið frá samkomulagi við AEK Aþenu og mun hann semja við liðið.
AEK hafði verið í viðræðum við Martial fyrr í sumar en upp úr viðræðum slitnaði.
Martial er að gera þriggja ára samning við gríska liðið en samningur hans við United rann út í sumar.
Martial mun þéna 2,5 milljón punda í vasann á tímabili eða um 400 milljónir.
Er þetta stærsti samningur sem AEK Aþena hefur gert við leikmann en franski framherjinn mun ganga frá öllu á allra næstu dögum.