Það er enn lengra í fyrirliða Chelsea, Reece James, en búist var við en hann meiddist í sumar.
James meiddist á undirbúningstímabilinu og hefur því miður fyrir Chelsea ekkert spilað á tímablinu.
Um er að ræða 24 ára gamlan enskan landsliðsmann sem hefur misst af 82 af síðustu 194 leikjum Chelsea vegna meiðsla.
James byrjaði aðeins fimm leiki á síðustu leiktíð en hann hefur sex sinnum meiðst aftan í læri á síðustu fimm árum.
Talið var að James væri að snúa aftur á völlinn en samkvæmt enskum miðlum hefur endurkoman tafist.
Chelsea hefur byrjað tímabilið nokkuð vel og vann lið Bournemuth 1-0 um helgina.