Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall hefur Endrick leikmaður Real Madrid gift sig. Hann gekk í raðir Real Madrid í sumar.
Endrick og Gabriely Miranda byrjuðu saman fyrir minna en ári síðan en hún er fimm árum eldri en hann.
Þau ákváðu svo að gifta sig núna þegar þau eru flutt til Spánar en Miranda starfar sem áhrifavaldur.
Endrick er vonarstjarna Brasilíu í fótboltanum en hann hefur verið mikið efni í mörg ár.
Hann reynir nú fyrir sér hjá einu stærsta félagi í heimi með ástina sér við hlið.