Valur vann góðan sigur á KR í Bestu deild karla í kvöld en um var að ræða síðustu leikina í 22. umferð. Víkingur slátraði Fylki og tryggði sér toppsætið.
Formlegu Íslandsmóti er lokið og fer úrslitakeppnin af stað um næstu helgi.
Valur vann góðan sigur á KR á heimavelli þar sem Lúkas Logi Heimisson skoraði tvö, vandræði KR halda áfram og liðið í bullandi fallbaráttu þegar síðustu fimm leikir tímabilsins fara af stað.
Valur tryggði sér þar með fjögra stiga forskot á fjórða sætið og liðið í góðri stöðu til að ná Evrópusæti.
Víkingur vann 0-6 sigur á Fylki á útivelli en botnliðið átti aldrei séns. Sex mismunandi markaskorarar settu mörkin fyrir Víkinga.
Víkingur endar á toppi deildarinnar með 49 stigi sem eru jafnmörg stig og Breiðablik en með 33 mörk í plús í markatölu, átta mörkum betri en Breiðablik.
Valur 4 – 1 KR:
1-0 Lúkas Logi Heimisson
2-0 Lúkas Logi Heimisson
2-1 Aron Sigurðarson
3-1 Patrick Pedersen
4-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson
Fylkir 0 – 6 Víkingur:
0-1 Ari Sigurpálsson
0-2 Nikolaj Hansen
0-3 Danijel Dejan Djuric
0-4 Ari Sigurpálsson
0-5 Daði Berg Jónsson
0-6 Helgi Guðjónsson