Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks er mættur í leikbann eftir að hafa fengið gult spjald í sigri liðsins á HK í Bestu deild karla í gær.
Damir hefur verið að glíma við meiðsli en nú er því slegið fram að mögulega hafi hann verið að leika sér að því að fara í bann.
Rætt var um þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football eftir leikinn en þá var það rætt að Damir væri hálf meiddur ennþá og vildi komast í bann.
Með því hreinsar hann spjöldin sín fyrir fjóra síðustu leikina í úrslitakeppninni þar sem Blikar berjast um titilinn.
„Mér var tjáð þegar hann var að koma inn að hann myndi fá gult spjald,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum.
„Það virtust allir vita þetta, það var útskýrt að hann vildi fara í leikbann í næsta leik því hann er enn tæpur.“
„Þetta hefur tíðkast í í 100 ár.“