fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Gísli Freyr segir vont að búa til svona samfélag á Íslandi – „Þetta er ömurlegt þegar það gerist en það mótar okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Freyr Valdórsson stjórnandi hlaðvarpsins Þjóðmál segir að það sé ekki gott að búa til samfélag þar sem úrslit í íþróttaleikjum skipti ekki máli.

Hann ræðir um þetta í hlaðvarpinu Ein pæling, hann segir það ekki gott þegar foreldrar eða þjálfarar segi að úrslit í leikjum skipti ekki máli.

Gísli talar af reynslu sem faðir. „Það er verra þegar foreldrar eða þjálfarar segja að það skipti ekki máli,“ segir Gísli.

„Ég hef keyrt heim af 200 fótboltamótum, krakkarnir eru mikið að ræða hvernig þetta fór. Það skiptir þá máli hvernig þetta fer, það er í fínu lagi.“

Hann segir það lærdóm fyrir lífið að læra að tapa, takast á við slíkt áfall enda sé lífið þannig að áföll muni eiga sér stað.

„Það er í góðu lagi að vera fúll ef þú tapar, ef þú ert fúll að tapa íþróttaleik. Þá er það bara gott, þú hefur gott af því að tapa. Þú hefur gott af því að mistakast, þú hefur gott af því að lenda í erfiðleikum.“

„Það er vont að við séum samfélag þar sem ekki má gera mistök, það eru þau sem móta okkur og gera okkur sterkari.“

Gísli heldur svo áfram. „Ég sem foreldri vill ekki að börnin lendi í fjárhagsáhyggjum, ástarsorg, sagt upp í starfi. Við höfum öll lent í þessu sem fullorðið fólk, þetta er ömurlegt þegar það gerist en það mótar okkur.“

Að endingu tekur Gísli dæmi um sjálfan sig þegar hann var aðstoðarmaður innanríkisráðherra og lak út minnisblaði í fjölmiðla.

„Ég gerði stór mistök fyrir tíu árum sem var landsþekkt, en þetta mótar þig og sterkari. Gerir þig færari að gera hlutina betur,“ segir Gísli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sást með einni umdeildustu konu landsins á sunnudagskvöldi: Sáust óvænt skemmta sér saman – ,,Ekki viss um að eiginkonan sé ánægð“

Sást með einni umdeildustu konu landsins á sunnudagskvöldi: Sáust óvænt skemmta sér saman – ,,Ekki viss um að eiginkonan sé ánægð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jesus segir að margir Arsenal-menn tjái sig án þess að horfa á leikina

Jesus segir að margir Arsenal-menn tjái sig án þess að horfa á leikina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan telur að United endi í neðri hlutanum – Chelsea fyrir ofan Arsenal

Ofurtölvan telur að United endi í neðri hlutanum – Chelsea fyrir ofan Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“
433Sport
Í gær

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp
433Sport
Í gær

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“
433Sport
Í gær

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Í gær

Lúðvík velur hóp til æfinga

Lúðvík velur hóp til æfinga