John Textor kaupsýslumaður frá Bandaríkjunum er áfram í viðræðum við Everton og vonast til þess að kaupa félagið.
Everton hefur undanfarið ár verið til sölu en ekki hefur tekist að finna kaupanda.
Textor hefur mikinn áhuga og nú segja ensk blöð að hann reyni að sannfæra Jay-Z um að vera.
Tónlistarmaðurinn öflugi er moldríkur og gæti komið með fjármuni inn í enska félagið.
Everton hefur byrjað illa á þessu tímabili sem er síðasta leiktíðin á Goodison Park áður en félagið fer á nýjan glæsilegan heimavöll.