Leon Goretzka miðjumaður FC Bayern er verulega ósáttur hjá félaginu og með það hvernig Vincent Kompany kemur fram við hann.
Goretzka komst ekki í hóp hjá Bayern um helgina þegar liðið vann frábæran sigur á Hosltein Kiel.
Goretzka hefur spilað 222 leiki fyrir Bayern en hann hefur aðeins spilað eina mínútu á þessu tímabili.
Goretzka mátti fara í sumar og var honum gert það ljóst að Kompany hefði engan sérstakan áhuga á að nota hann.
„VIð höfum við hreinskilnir við hann, hann veit að við treystum frekar á Aleksandar Pavlovic. Og að við fengum Joao Palinha í sumar og Josuha Kimmich verður meira miðsvæðis núna,“ segir Max Eberl yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern.
„Þegar Leon getur tekist á við stöðuna, þá fær hann sömu meðferð og aðrir. Leon er frábær drengur, ég er mjög hrifin af honum.“