Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Arsenal heimsækir Tottenham í grannaslag.
Arsenal er án lykilmanna í þessum leik en fyrirliðinn Martin Ödegaard er til að mynda ekki með eftir að hafa meiðst á dögunum í leik með norska landsliðinu.
Declan Rice er einnig frá hjá Arsenal og er í leikbanni en hjá tottenham er Richarlison fjarverandi vegna meiðsla.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Tottenham: Vicario; Porro, Romero, Van de Ven, Udogie; Kulusevski, Bentancur, Maddison; Johnson, Solanke, Son.
Arsenal: Raya; White, Saliba, Gabriel, Timber; Jorginho, Partey, Trossard; Saka, Havertz, Martinelli.