Breiðablik gekk frá nágrönnum sínum í HK þegar liðin mættust í 22. umferð Bestu deildar karla í kvöld.
HK leiddi í hálfleik 1-2 en Viktor Karl Einarsson kom Blikum yfir áður en Eiður Gauti Sæbjörnsson og Arnþór Ari Atlason komu HK yfir.
Blikar settu svo í fimmta gír í síðari hálfleik þar sem Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði áður en Aron Bjarnason skoraði tvö og Höskuldur Gunnlaugsson eitt.
Atli Þór Jónasson lagaði stöðuna fyrir HK í uppbótartíma en lokastaðan 5-3 sigur Blika.
Blikar fara með sigrinum á topp deildarinnar en Víkingur getur tekið toppsætið aftur á morgun með sigri á Fylki.