Það fóru fram þrír leikir í Bestu deild karla klukkan 14:00 í dag.
ÍA vann lið KA 1-0 og er nú í fimmta sæti deildarinnar og á enn fínan möguleika á að ná í Evrópusæti.
FH og Fram áttust einnig við í mjög fjörugum leik þar sem Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö fyrir gestina.
Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og endar FH í sjötta sæti deildarinnar fyrir úrslitakeppnina en Fram jafnaði metin í blálokin í þessari viðureign.
Stjarnan vann þá Vestra 1-0 en Emil Atlason gerði eina markið þar úr vítaspyrnu undir lok leiks.
ÍA 1- 0 KA
1-0 Rúnar Már Sigurjónsson(’35)
Fram 3 – 3 FH
1-0 Djenairo Daniels(‘2)
1-1 Kristján Flóki Finnbogason(’45)
1-2 Kjartan Kári Halldórsson(’45)
2-2 Alex Freyr Elísson(’68)
2-3 Kjartan Kári Halldórsson(’77, víti)
3-3 Alex Freyr Elísson(’91, víti)
Stjarnan 1 – 0 Vestri
1-0 Emil Atlason(’90, víti)