Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, fékk gjöf frá félaginu fyrir helgi áður en spilað var við Al-Ahli í Sádi Arabíu.
Ronaldo náði þeim merka áfanga að skora sitt 900. mark á ferlinum á dögunum er hann spilaði með Portúgal í Þjóðadeildinni.
Ronaldo fékk sérstaka treyju frá Al-Nassr en á henni stendur ‘GOAT’ eða ‘Greatest of all Time’ og er hún merkt með tölunni 900.
Stuðningsmenn Al-Nassr fögnuðu mikið í stúkunni og birtu fallegan borða þar sem árangri Ronaldo var hrósað.
Þetta má sjá hér.
Over 900 reasons to celebrate: the GOAT is home 🐐🎉 pic.twitter.com/8nJvAFEb7v
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) September 13, 2024