Jesse Lingard, leikmaður FC Seoul, er alls ekki ánægður með eigin einkunn í tölvuleiknum EA Sports FC 25.
Leikurinn verður gefinn út á næstunni en Lingard er fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi.
Englendingurinn á að baki 32 landsleiki fyrir sína þjóð en hann fær einkunn upp á aðeins 74 af 100 í leiknum.
Tveir aðrir leikmenn liðsins fá hærri einkunn og þá er Lingard hægari en tveir varnarmenn liðsins, þeir Choi Jun og Gwon Wan Gyu.
,,Nei FIFA, við þurfum að tala saman og það strax. Tveir varnarmenn sem eru hraðari?“ skrifaði Lingard á Instagram.
Lingard fær heildareinkunn upp á 74 og er þriðji besti leikmaður Seoul sem kemur kannski mörgum á óvart.
Mynd af þessu má sjá hér.