Umboðsmenn og fjölskylda Marcus Rashford telja að margir fyrrum leikmenn Englands séu í raun að leggja sóknarmanninn í einelti.
Frá þessu greina enskir miðlar í dag en náinn vinur Rashford ræddi við iNews og fjallaði þar um stöðuna.
Rashford hefur ekki náð að standast væntingar undanfarna mánuði og ár en hann skoraði aðeins sjö deildarmörk síðasta vetur.
Um er að ræða mikilvægan leikmann Manchester United og var hann ekki valinn í landsliðshóp Englands fyrir EM í sumar.
Þetta umrædda fólk er virkilega óánægt með fyrrum leikmenn Englands sem starfa sem sparkspekingar í dag en margir hafa verið harðorðir í garð sóknarmannsins.
Rashford er alls ekki eini leikmaður United sem hefur ekki staðist væntingar en hann virðist vera skotmark margra þessa dagana.