Southampton 0 – 3 Manchester United
0-1 Matthijs de Ligt(’35)
0-2 Marcus Rashford(’41)
0-3 Alejandro Garnacho(’95)
Manchester United vann öruggan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrsta leik laugardags er lokið.
Southampton tók á móti United og fékk óskabyrjun á heimavelli en vítaspyrna var dæmd á 33. mínútu.
Cameron Archer mistókst þó að skora úr spyrnunni og tveimur mínútum síðar kom Matthijs de Ligt gestunum yfir.
Þeir Marcus Rashford og Alejandro Garnacho áttu eftir að bæta við mörkum fyrir United sem hafði að lokum betur, 3-0.