Bournemouth 0 – 1 Chelsea
0-1 Christopher Nkunku(’86)
Chelsea náði að kreista út sigur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en lokaleikur laugardags var að klárast.
Chelsea var alls ekki að spila sinn besta leik og var Bournemouth meira ógnandi í fyrri hálfleiknum.
Bournemouth fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Evanilson steig á punktinn og klikkaði. Robert Sanchez gerði vel í marki Chelsea og varði.
Varamaðurinn Christopher Nkunku reyndist hetja Chelsea í leiknum en hann skoraði laglegt mark eftir góða sendingu Jadon Sancho.
Sancho kom til Chelsea frá Manchester United í sumarglugganum og stóð sig mjög vel eftir innkomu í hálfleik.
Mesta athygli vekur að Anthony Taylor, dómari leiksins, lyfti gula spjaldinu upp 16 sinnum í leiknum sem er í raun ótrúleg tölfræði.
Bæði Andoni Iraola og Enzo Maresca fengu gult spjald á hliðarlínunni en um er að ræða knattspyrnustjóra liðanna.
Chelsea won and referee gave 16 yellow cards😅 pic.twitter.com/aCJXY4Tz6D
— Sparrow👉🦁👈 (@sparrow_lion21) September 14, 2024