Brynjólfur Andersen Willumsson átti stórleik fyrir lið Groningen í kvöld sem mætti Feyenoord í Hollandi.
Sóknarmaðurinn byrjaði leikinn á bekknum en kom inná sem varamaður er rúmlega 20 mínútur voru eftir.
Staðan var þá 1-0 fyrir Feyenoord en stuttu eftir innkomu Brynjólfs bættu gestirnir við öðru marki.
Brynjólfur átti þó eftir að skora tvö mörk á 81. mínútu og þeirri 91 til að tryggja Groningen gott stig.
Groningen hefur farið nokkuð vel af stað í deildinni og er taplaust eftir fimm umferðir með níu stig.
Ótrúleg úrslit voru einnig í boði í dag er AZ Alkmaar vann lið Heerenveen 9-1 á heimavelli.