Ashley Cole hefur sagt upp starfi sínu sem þjálfari hjá Birmingham og hefur verið ráðinn í fullt starf hjá enska sambandinu.
Cole kom inn í teymi enska landsliðsins á dögunum og var aðstoðarmaður Lee Carsley gegn Írlandi og Finnlandi.
Hann mun nú halda því starfi áfram og hefur því ákveðið að segja upp hjá Birmingham.
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted sem eru í íslenska landsliðinu eru báðir leikmenn Birmingham.
Cole átti magnaðan feril sem leikmaður og var góður þjónn fyrir enska landsliðið. Carsley er tímabundinn þjálfari liðsins en búist er við að Cole verði áfram í teyminu, sama hver mun þjálfa liðið.