Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, er ósáttur með eigin einkunn í tölvuleiknum EA Sports FC 25.
Þessi tölvuleikur verður gefinn út á næstunni en De Bruyne er einn allra mikilvægasti leikmaður City og hefur verið í mörg ár.
De Bruyne er ósáttur við hraða sinn í leiknum en hann var með 72 af 100 í fyrra en aðeins 67 af 100 í nýjasta leiknum.
,,Þeir hafa skrifað þetta niður þegar ég var á hækjum á síðustu leiktíð,“ sagði De Bruyne við ESPN.
De Bruyne er þó að eldast og er orðinn 33 ára gamall en hann meiddist í fyrra og náði ekki að spila alla leiki.
De Bruyne er þó með einkunn upp á 90 af 100 í leiknum í heild sinni en aðeins Rodri og Erling Haaland eru betri í ensku úrvalsdeildinni.