fbpx
Föstudagur 13.september 2024
433Sport

Forráðamenn United neituðu að selja hann í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. september 2024 09:30

Mason Mount gæti farið til Bæjaralands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Manchester Evening News var það starfsfólk Manchester United og þeir sem ráða yfir félaginu í dag sem vildu ekki selja Mason Mount í sumar.

Enski landsliðsmaðurinn hefur svo sannarlega upplifað verulega erfiða tíma á Old Trafford.

Meiðsli hafa komið í veg fyrir að hann hafi náð takti en meiðsli í kálfa urðu til þess að hann spilaði varla af neinu ráði í fyrra.

Mount var orðaður við brottför í sumar en forráðamenn United vilja gefa honum tækifæri.

Mount byrjaði fyrstu tvo deildarleiki sumarsins en meiddist í fyrri hálfleik gegn Brighton og verður frá næstu vikurnar.

Mount kostaði rúmar 50 milljónir punda þegar hann kom frá Chelsea fyrir rúmu ári síðan en þar spilaði hann 279 leiki og kom að yfir 100 mörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney ósátt með ensk blöð – Segist ekki hafa verið ofurölvi þegar þetta gerðist

Rooney ósátt með ensk blöð – Segist ekki hafa verið ofurölvi þegar þetta gerðist
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Uppljóstrar um samninga sem frægir menn nota fyrir kynlíf – Klásúla um nauðgun sem átti sér óvart stað

Uppljóstrar um samninga sem frægir menn nota fyrir kynlíf – Klásúla um nauðgun sem átti sér óvart stað
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frægustu knattspyrnumenn í heimi sækjast í sömu konurnar – Tíu frægir sem hafa átt sömu unnustuna

Frægustu knattspyrnumenn í heimi sækjast í sömu konurnar – Tíu frægir sem hafa átt sömu unnustuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áhrifamaður í Írlandi biður þjóðina um að styðja við Heimi

Áhrifamaður í Írlandi biður þjóðina um að styðja við Heimi