Annie Kilner eiginkona Kyle Walker hefur fyrirgefið eiginmanni sínum það að hafa haldið framhjá sér í enn eitt skiptið. Walker var hent út af heimili sínu um síðustu jól.
Kilner hefur tekið sér tíma í að hugsa málið en hefur nú ákveðið að fyrirgefa Walker og hleypa honum aftur heim.
Kilner og Walker eiga fjögur börn saman en hún var ófrísk þegar hún sparkaði Walker út. Ástæðan var að Walker hafði barnað hjákonu sína í annað sinn.
Walker á tvö börn með Lauryn Goodman en eftir að fyrra barnið kom í heiminn slitu Walker og Kilner sambandinu um stutta stund.
Hún fyrirgaf Walker hliðarsporið og var það henni mikið áfall þegar í ljós kom að Walker hefði aftur farið af heimilinu til að girða niðrum sig.
Walker hefur ítrekað komist í fréttir fyrir heimskupör sín en hann bókaði fjöldan af gleðikonum heim til sín þegar COVID lokanir voru í gangi á Englandi.
Walker sem er fyrirliði Manchester City er sex barna faðir í dag, fjögur á hann með Kilner en þau eru gift en með Goodman á hann tvö börn.