Ljóst má vera að brosið er breitt á hemili Mikel Arteta þessa dagana en hann hefur gert nýjan samning við Arsenal sem gildir til 2027.
Arteta hefur stýrt Arsenal frá árinu 2019 og hefur liðið í tvígang endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Arteta hefur þénað 9 milljónir punda á ári fyrir starf sitt en fær nú rosalega launahækkun.
DailY Mail segir að Arteta fari núna í svipaðan launaflokk og Pep Guardiola og verði með í kringum 20 milljónir punda á ári.
Arteta er því að fara að þéna vel yfir 3 milljarða á ári í starfi sínu sem þjálfari Arsenal og verður í hópi launahæstu þjálfara í heimi.