fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
433Sport

Stríð í herbúðum United? – Garnacho líkaði við færslu þar sem urðað er yfir Ten Hag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. september 2024 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti andað köldu á milli Erik ten Hag stjóra Manchester United og Alejandro Garnacho leikmanns liðsins eftir að hann líkaði við færslu þar sem stjórinn er gagnrýndur.

Garnacho setti „læk“ við færslu þar sem fjallað er um ummælli Cristiano Ronaldo um Ten Hag frá því í gær.

Ronaldo sem er fyrrum framherji Manchester United sagði að Erik ten Hag geti ekki leyft sér að tala eins og hann hefur gert undanfarnar vikur. Það andar köldu á milli Ronaldo og Ten Hag eftir að hollenski stjórinn henti Ronaldo burt frá United undir lok árs 2022.

Ten Hag hefur undanfarið rætt að United sé langt frá því að geta farið að berjast um sigur í deild og Meistaradeildar.

„Manchester United, þarf að endurbyggja allt upp á nýtt að mínu mati. Þjálfarinn, segir að liðið geti ekki unnið neitt. Stjóri Manchester United getur ekki sagt þannig hluti,“ sagði Ronaldo.

„Þú verður að hafa hugarfarið, þú ert kannski ekki með besta liðið en þú verður að trúa því að þú setjir allt í hlutina og reynir.“

Ronaldo sagði svo að Ten Hag ætti kannski að hlusta á Ruud van Nistelrooy ef hann hefði áhuga á að ná árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Það versta í 17 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þjóðverjarnir vilja Bellingham-bróðurinn

Þjóðverjarnir vilja Bellingham-bróðurinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Greenwood vill fyrrum liðsfélaga hjá United – „Hann er frábær maður“

Greenwood vill fyrrum liðsfélaga hjá United – „Hann er frábær maður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær lítið að spila hjá City og gæti verið á leið til Þýskalands

Fær lítið að spila hjá City og gæti verið á leið til Þýskalands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tap hjá Íslandi í öðrum leik – Mæta Wales á morgun

Tap hjá Íslandi í öðrum leik – Mæta Wales á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjær biður félag sitt um að sækja leikmann Manchester United

Solskjær biður félag sitt um að sækja leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sádarnir krækja í spennandi leikmann

Sádarnir krækja í spennandi leikmann