Réttarhöldin yfir ensku meisturunum í Manchester City hefjast á mánudaginn en enska úrvalsdeildin höfðar málið.
City er ákært í 115 liðum en málið hefur lengi verið til umræðu.
Réttarhöldin munu taka nokkurn tíma en óháður dómstóll tekur málið fyrir og dæmir í því.
City hafnar sök í málinu en UEFA reyndi að lögsækja liðið en City endaði á að vinna það mál fyrir alþjóðlegum dómstólum.
Búist er við að niðurstaða í málinu fáist í janúar en verði City fundið sekt um fjölda brota bíður félagsins þung refsing.