Enzo Fernandez miðjumaður Chelsea hefur verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði eftir tvö umferðarlagabrot sem hann hefur aldrei svarað fyrir.
Porsche Cayenne bifreið í eigu Enzo var tekinn nálægt Swansea undir lok síðasta árs að keyra alltof hratt.
Skömmu áður hafði bifreiðin verið mynduð að keyra alltof hratt í London.
Lögreglan hefur ítrekað reynt að fá Fernandez til að ræða málin til að fá úr því skorið hvort hann hefði verið að keyra bílinn.
Málið var tekið fyrir hjá dómara í Lundúnum en Enzo mætti ekki til leiks en hann þarf að borga 510 þúsund í sekt.
Enzo ætti að hafa efni á bílstjóra en hann þénar tugi milljóna í hverri viku.