Kylian Mbappe leikmaður Real Madrid hefur ekki tekist að fá dómara í Frakklandi til að dæma PSG að greiða sér fjármuni sem félagið skuldar honum.
Um er að ræða laun og bónusa sem franska félagið skuldar honum, um er að ræða rúma 7 milljarða króna.
Forráðamenn PSG eru reiðir yfir því að Mbappe ákvað að labba burt frá félaginu í sumar þegar samningur hans var á enda.
Mbappe vildi fara með málið fyrir dóm en dómari vill ekki taka það fyrir strax.
Telur hann að Mbappe og PSG eigi að ná sáttum sín á milli áður en dómari fari að flækjast fyrir í málinu.
PSG horfir á þetta sem sigur og mun félagið nú setjast niður með lögfræðingum Mbappe til að reyna að finna lausn.