Ljóst er að mörgum þykir refsingin sem Guðmundur Kristjánsson leikmaður Stjörnunnar fékk fyrir hnefahögg sitt ekki mikil. Guðmundur var í gær dæmdur af aganefnd KSÍ í eins leiks bann.
Böðvar Böðvarsson leikmaður FH sem gaf Guðmundi olnbogaskot fær ekki neinn leik í bann.
Nokkrir sparkspekingar hafa lagt orð í belg um þessi mál og þar á meðal er Sigurður Gísli Snorrason sem er hluti af hinu afar vinsæla Dr. Football hlaðvarpi. „Er á leiðinni heim til Bödda Löpp að berja hann, verður hvort eð er bara fellt niður ef hann kærir mig,“ skrifar Sigurður sem er FH-ingur og æskuvinur Böðvars.
Sigurður heldur svo áfram og er ansi heitur. „Einn leikur í bann fyrir að hamra annan leikmann í andlitið er eitt það fyndnasta sem ég veit um, segir kannski allt um þetta greindarskerta lið þarna hjá KSÍ.“
Einn leikur í bann fyrir að hamra annan leikmann í andlitið er eitt það fyndnasta sem ég veit um, segir kannski allt um þetta greindarskerta lið þarna hjá KSÍ
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) September 11, 2024
Er á leiðinni heim til Bödda Löpp að berja hann, verður hvort eð er bara fellt niður ef hann kærir mig
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) September 11, 2024
Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Breiðabliks botnar ekkert í dómi aga og úrskurðanefndar. Ísak notaði dæmi en þá samherji Ísaks í Breiðablik, Oumar Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskot fyrir tveimur árum.
Nú fær Böðvar engan leik fyrir olnbogaskot og Guðmundur fær einn leik fyrir að slá Böðvar í andlitið.
??🤧 pic.twitter.com/0NNNu7CWSc
— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) September 11, 2024
Kristján Óli Sigurðsson sem er sérfræðingur hjá Þungavigtinni birtir myndband af atviki frá því í sumar þegar Amin Guerrero kantmaður Dalvíkur/Reynis fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til leikmanns Keflavíkur. „Rasismi er viðvarandi vandamál hjá aganefnd KSÍ. 2ja leikja bann fyrir þetta kitl en Guðmundur Holyfield Kristjánsson fékk 1 leik fyrir hnefasamlokuna á Böðvar,“ skrifar Kristján.
Rasismi er viðvarandi vandamál hjá aganefnd KSÍ.
2ja leikja bann fyrir þetta kitl en Guðmundur Holyfield Kristjánsson fékk 1 leik fyrir hnefasamlokuna á Böðvar.
Do better. pic.twitter.com/etX8Z3EHpO— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 11, 2024