Andriy Lunin hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid til ársins 2028.
Þetta fullyrða spænskir miðla en samningur Lunin átti að renna út 2025 eða næsta sumar.
Úkraínumaðurinn er 25 ára gamall en hann hefur spilað með Real undanfarin fjögur ár eftir komu frá Zorya Luhansk.
Lunin fékk tækifærið á síðustu leiktíð og stóð sig vel en Thibaut Courtois var þá að glíma við meiðsli.
Lunin verður varamarkvörður liðsins í vetur en hann hefur enn ekki komið við sögu á tímabilinu.