Varnarmaðurinn Dejan Lovren er að semja við lið PAOK í Grikklandi en frá þessu var greint í gær.
Um er að ræða 35 ára gamlan Króata sem á að baki 78 landsleiki og var síðast hjá Lyon í Frakklandi.
Lovren er þekktastur fyrir tíma sinn á Englandi þar sem hann lék með Liverpool í sex ár eða frá 2014 til 2020.
Lovren hefur aldrei spilað í Grikklandi á sínum ferli en hann kemur til PAOK á frjálsri sölu.
Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, er fyrrum leikmaður PAOK sem er eitt sterkasta lið landsins.