Lee Carsley viðurkennir að honum líði ekki beint vel sem landsliðsþjálfara Englands eftir að hafa tekið við í sumar.
Carsley tók tímabundið við Englandi sem vann Írland 2-0 í Þjóðadeildinni á dögunum og svo Finnland í gær með sömu markatölu.
Carsley hefur litla reynslu sem þjálfari og er ekki búist við að hann verði lengi við stjórnvölin á Wembley.
,,Mér líður ekki þægilega sem þjálfari liðsins enn þann dag í dag. Ég er ekki í mínum þægindarramma,“ sagði Carsley.
,,Ég er að njóta mín en við þurfum að sjá til þess á hverjum degi að við séum að standast væntingar.“
,,Við erum heppnir að hafa náð í tvö góð úrslit og erum að byggja ofan á það.“