Wesley Fofana íhugaði að yfirgefa Chelsea og semja við lið Marseille í Frakklandi.
Það er Fofana sjálfur sem greinir frá en hann er stuðningsmaður Marseille sem er eitt stærsta félag Frakklands.
Fofana hefur spilað 18 deildarleiki undanfarin tvö ár en hann kom til Chelsea frá Leicester 2022.
Meiðsli hafa komið í veg fyrir frekari mínútur en Fofana er enn aðeins 23 ára gamall og á nóg eftir.
,,Ég var í viðræðum við Marseille og það var þýðingarmikið fyrir mig,“ sagði Fofana.
,,Ég ræddi við Mehdi Benatia, yfirmann knattspyrnumála, þetta var sérstakt. Ég íhugaði þetta.“
,,Markmiðið í dag er að ná árangri með Chelsea og reyna að festa mig í sessi í London.“