Djibril Cisse fyrrum framherji Liverpool er á leið í fangelsi að öllu óbreyttu, hann á að hafa svikið undan skatti í Frakklandi.
Cisse var í tvö ár hjá Liverpool og skoraði 24 mörk í 82 leikjum áður en hann fór til Marseille árið 2006.
Cisse er 43 ára gamall en hann lék einnig með Sunderland og QPR. Í dag starfar hann sem plötusnúður og sérfræðingur í sjónvarpi.
Saksóknari sagði dómsal á miðvikudag að hann vildi senda Cisse í fangelsi í eitt ár og sekta hann um 100 þúsund evrur.
Í dómsal kom fram að Cisse hefði svikið 500 þúsund evrur undan skatti en dómur verður kveðinn upp 13 nóvember.
Cisse var litríkur karakter á vellinum og hefur haldið því áfram utan vallar.