Manchester United, Liverpool, Chelsea og Tottenham ætla öll að reyna að fá Jonathan Tah varnarmann Bayer Leverkusen næsta sumar.
Bild í Þýskalandi segir frá en Tah verður samningslaus næsta sumar.
Tah hefur látið forráðamenn Leverkusen vita af því að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning eftir að félagið neitaði að selja hann í sumar.
FC Bayern reyndi allt í sumar til þess að kaupa Tah en hafði ekki erindi sem erfiði.
Félög í Englandi geta hafið formlegt samtal við Tah í janúar og gert samning við hann en Bayern er ekki í þeirri stöðu.