Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United telur að vandamál geti komið upp á milli Arne Slot stjóra Liverpool og Trent Alexander-Arnold.
Þetta er ályktun Scholes eftir að hafa horft mikið á látbragð Slot á bekknum í sigri liðsins á Manchester United.
„Þegar ég horfði á leikinn og Trent missti boltann þá hristi Slot hausinn,“ segir Scholes.
„Hann var alltaf að líta í burtu og horfa á bekkinn þegar Trent gaf boltann frá sér.“
„Hann var að reyna þessa löngu bolta, sem hann auðvitað getur gert frábærlega. Ég er ekki viss um að Slot sé hrifin af honum sem leikmanni.“
Jamie Carragher tók aðeins undir þetta með Scholes. „Leikstíll Slot er þannig að hann vill ekki þessa löngu bolta, hann vill að Trent sinni bara sínu hlutverki.“