Borussia Dortmund hefur á síðustu níu árum selt leikmenn fyrir meira en einn milljarð punda, félagið er orðið þekkt fyrir að búa til magnaða leikmann.
Nú segir Bild frá því að Barcelona sé loks búið að greiða alla upphæðina fyrir Ousmane Dembele sem fór frá Dortmund árið 2017.
Hann kostaði á endanum 124,9 milljónir punda og er því þriðji dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappe sem PSG keypti.
Jude Bellingham er næst dýrasti leikmaðurinn sem Dortmund hefur selt en þar á eftir kemur Jadon Sancho til Manchester United.
Hér að neðan er listi yfir þetta.
Stærstu sölur Dortmund síðustu níu árin:
1. Ousmane Dembele £124.9m Barcelona
2. Jude Bellingham £113m Real Madrid
3. Jadon Sancho £73m Man United
4. Christian Pulisic £58m Chelsea
5. Pierre-Emerick Aubameyang £53.8m Arsenal
6. Erling Haaland £50.7m Man City
7. Henrikh Mkhitaryan £35.5m Man United
8. Mats Hummels £29,5m Bayern Munich
9. Abdou Diallo £27m PSG
10. Ilkay Gundogan £22.8m Man City