Chris Rigg 17 ára leikmaður Sunderland er eftirsóttur biti og nú segja erlendir miðlar að bæði Real Madrid og FC Bayern vilji fá hann.
Það er komið í tísku hjá ungum enskum leikmönnum að fara erlendis og springa út þar. Jude Bellingham er þar besta dæmið.
Þessi 17 ára miðjumaður gat farið til Manchester United í fyrra en hafnaði því og gerði nýjan samning við Sunderland.
Rigg spilaði sinn fyrsta leikk fyrir Sunderland í janúar árið 2023 en þá var hann aðeins 15 ára gamall.
Rigg hefur vakið mikla athygli hjá Sunderland í næst efstu deild og gæti nú farið í eitt af stærstu félögum Evrópu.