Framherjinn vinsæli Paul Mullin skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í gær í EFL bikarnum fyrir Wrexham.
Mullin er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Wrexham og kom liðinu í 1-0 gegn Salford.
Wrexham vann að lokum 2-1 sigur og er komið áfram en sigurmarkið var skorað er sjö mínútur lifðu leiks.
Fagn Mullin vakti verulega athygli en hann setti á sig Deadpool grímu og benti í átt að stuðningsmönnum Wrexham.
Skemmtilegt fagn sem má sjá hér.
Paul Mullin scores his first goal of the season and celebrates as Welshpool 😎 #Deadpool pic.twitter.com/9QxbwoOUMw
— RobRyanRed – Wrexham AFC Podcast (@RobRyanRed) September 10, 2024