Leikmenn Argentínu voru svekktir eftir 2-1 tap gegn Kólumbíu í nótt á útivelli en þeir fengu óblíðar móttökur.
Baulað var á leikmenn Argentínu allan leikinn og það fór ekki vel í leikmenn liðsins.
Eftir tapið var Emi Martinez markvörður Aston Villa og Argentínu ekki í sínu besta skapi.
Ákvað hann að labba upp að tökumanni og berja hressilega í myndavélina hans. Martinez er þekktur skaphundur.
Atvikið má sjá hér að neðan.
🚨🚨| Booed throughout the game against Colombia, Emi Martinez hit the @TyCSports camera in frustration after a 2-1 defeat 😳🇦🇷
— CentreGoals. (@centregoals) September 11, 2024