113,2 milljóna punda tap var á rekstri Manchester United á síðustu leiktíð, þrátt fyrir að tekjurnar hafi aldrei verið hærri.
United var með 661,8 milljón punda í tekjur á síðustu leiktíð og hafa þær aldrei verið meiri.
Þrátt fyrir það er mígandi tap á rekstri féalgsins og þarf félagið að fara varlega næstu árin vegna FFP regluverksins.
Tekjurnar hækkuðu vegna sjónvarpssamninga og innkomu á leikdegi en tapið er margþætt. Þannig kostaði það félagið um 40 milljónir punda að fara í gegnum söluferlið sem endaði með því að Sir Jim Ratcliffe eignaðist 28 prósent í félaginu.
Félagið hefur verið illa rekið undir stjórn Glazer fjölskyldunnar og hefur Ratcliffe og hans fólk verið að skera niður kostnað. 250 starfsmönnum var sagt upp á dögunum og á það að spara félagin um 40-50 milljónir punda.
Launakostnaður við aðallið félagsins var einnig lækkaður á milli tímabila og vonast forráðamenn United eftir því að snúa við blaðinu.