Framherjinn Wissam Ben Yedder var handtekinn á laugardag drukkinn undir stýri en frá þessu greinir L’Equipe í Frakklandi.
Ben Yedder er án félags í dag en hann spilaði síðast með liði Monaco í frönsku úrvalsdeildinni en samningi hans lauk í sumar.
Ben Yedder á að baki 19 landsleiki fyrir Frakkland en hann er 34 ára gamall og þarf að mæta fyrir framan dómara þann 15. október.
Frakkinn er ásakaður um að hafa brotið kynferðislega á 23 ára gamalli konu undir áhrifum áfengis um helgina og þarf að svara fyrir sig í október.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ben Yedder er ásakaður um kynferðisbrot en hann er undir rannsókn fyrir atvik sem átti sér stað 2021.
Ben Yedder og bróðir hans eru sakaðir um að hafa nauðgað og ráðist að tveimur konum fyrir um þremur árum en engin niðurstaða hefur fengist í því máli.
Lögmaður fyrrum franska landsliðsmannsins, Hasna Louze, vildi ekki tjá sig nánar um málið í samtali við fjölmiðla.